Ég biðst innlegrar afsökunar á sinnuleysi mínu í bloggi. Ég tek kvartanir ykkar til greina og reyni að bæta úr. Það ætti loksins að verða að veruleika að ég fái lappara í næstu viku, spennandi. Þá skal ég lofa að blogga meira, innantóma loforð veit ég að mörg ykkar haldið en bíðiði bara!!! I will show u... Hmmm hvað er svo í fréttum héðan...Ég og Torfi bróðri minn fórum seinustu helgi í heimsókn til pabba á Bryggjuna, það var bara fínt, tókum okkur göngutúr í fjörunni og flatmöguðum í sólinni og borum bara eitthvað að spjalla. Pabbi er búinn að overdosa á gulrótarsafa og sól og lítur út eins og hreinræktaður mexíkani, it´s scary, ég hef án gríns aldrei séð pabba minn svona dökkann.
Katrín Amni LA vinkona mín kemur heim á sunnudaginn og verður í einhverja viku eða svo og er apperently komin með LA fever, ég auðvitað vissi allan tímann að hún myndi smitast en hún hélt ekki en er nú að koma heim með tárin í augunum yfir þessari borg glimmer engla.
Í gær fór ég í heimsókn til Kristjönu vinkonu minnar að skoða 9 daga gamla kútinn hennar, ekkert smá sætur. Hún var mjög mömmuleg, ég fékk að halda á litla krílinu en skilaði honum þegar eitthvað hvítt var farið að streyma í of miklu magni út úr honum..maður hristir víst ekki ungabörn sem eru nýbúin að fá sér að drekka..mental note to self þar :)
I gær var fallegur fimmtudagur, ég og Arna sambýliskona mín tókum okkur til og gerðum okkur glaðan dag. Við eyddum deginum heima fyrir að gera fínt og fórum svo út að borða á MARU. Fröken Sigríður heimsflakkari fékk sér sushi og hörpuskel en Arna fékk sér núðlur og lax, allt saman hreinasta lostæti. Nokkrum spritserum síðar töltum við upp á Prik og svo á Kaffi List þar sem Tenderfoot var með tónleika og vil ég bara benda öllum að pæla í þeirri hljómsveit, hún er ekkert smá góð, svona undurfagrir kúrutónar þar á ferð. Þetta endaði nú ekki í neinu heljarinnar skralli, hefði getað orðið það en ég endaði bara heima að horfa á City of Angels um tvöleytið... sæt mynd..
Mig vantar barþjóna í vinnu á Mojito, endilega hafið samaband ef þið vitið um einhvern.
Helgin framundan sem og vinna :) Hey seinustu helgi kveikti einvher í sófa á miðjum laugarveginum og stökk svo í gegnum eldinn, ég að sjálfsögðu festi þetta allt saman á filmu...djammið á 101 klikkar ekki. Það er uppáhaldsveðrið mitt í dag...svona rigning sem kemur bein niður þannig að maður getur farið í göngutúr, mér finnst þetta rómantískasta veður í heimi...ahhhh... en já speaking of that, þá nei góðir hálsar, ekkert í gangi þar, ekkert í rómans deildinni... Ég bara einhvern veginn hef ekki áhuga á því að skella mér í samband og varla fyrir því meira að segja að deita..kannski allt í lagi svona einn og einn kafiibolli og máltíð (girls gotta eat) en meira en það, nei veistu ég bara held ekki, svaka fínt að vera bara laus og liðug...Það er nú samt fullt af sætum strákum þarna úti og sumir sætari en aðrir....en enginn sem ég er svona skotin í..engin fiðrildi....
Ég er bara að spá í að skella mér snöggvast í göngutúr
till we meet again
föstudagur, júlí 23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli